Forsíða

Dagskrá, ágrip, fyrirlestrar
og veggspjöld 

 

Lifandi auðlindir hafsins - langtíma stefnumótun og aflareglur

Ráðstefna um langtímastefnumótun fyrir nýtingu lifandi auðlinda hafsins  verður haldin í Bíósal á Hótel Loftleiðum föstudaginn 25. febrúar nk. Hún hefst kl. 9:00 um morguninn og stendur til kl. 16:20.  Ráðstefnan er haldin af Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Hafrannsóknastofnuninni og titill hennar er „Lifandi auðlindir hafsins - langtíma stefnumótun og aflareglur“.
Alls munu 13 fyrirlesara fjalla um efnið frá ýmsum sjónarhornum. Þar á meðal verða tveir erlendir gestir, þeir Steve Murawsky frá NOAA í Bandaríkjunum sem mun fjalla um reynslu Bandaríkjamanna af mótun langtímastefnu við stjórnun fiskveiða og Paul Dengbol frá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES)  sem mun fjalla um aðkomu ICES að mótun aflareglna fyrir stjórn á nýtingu fiskistofna í Norður-Atlantshafi.

Allir eru velkomnir á ráðstefnuna meðan húsrúm leyfir.