Forsíða

Dagskrá, ágrip, fyrirlestrar
og veggspjöldNytjastofnar og náttúra á grunnsævi

Ráðstefna Hafrannsóknastofnunarinnar
Norræna Húsinu, 30. mars 2012, kl 9 – 16

 

 

Hafrannsóknastofnunin heldur ráðstefnu um rannsóknir á nytjastofnum og grunnsævi við Ísland í Norræna Húsinu þann 30. mars nk. Ráðstefnan hefst kl. 9 og stendur til kl. 16 og er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Ráðstefnan fjallar um rannsóknir á umhverfi og vistfræði fjarða, um nytjahryggleysingja, fiska og sjávarspenndýr og kynnt verða veiðarfæri sem notuð eru á grunnslóð.  Alls verða flutt 13 erindi og rannsóknir kynntar á 6 veggspjöldum. Gestur ráðstefnunnar er kanadíski vísindamaðurinn John Tremblay sem flytur  inngangserindi um hlutverk vísinda í þróun veiða á hryggleysingjum á grunnsævi við Kanada.

Þær rannsóknir sem kynntar verða á ráðstefnunni spanna vítt svið, allt frá rannsóknum á straumum og ástandi sjávar til rannsókna á sjávarspendýrum í íslenskum fjörðum. Rannsóknir verða kynntar í fyrirlestrum og á veggspjöldum og má sjá dagskrá ráðstefnunnar með því að smella á "dagskrá" hér til hliðar. Með því að smella á einstaka fyrirlestra eða veggspjöld má sjá ágrip kynninganna.

Í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar eru Jónas P. Jónasson, Karl Gunnarsson, Sigurborg Jóhannsdóttir og Sólveig R. Ólafsdóttir öll hjá Hafrannsóknastofnuninni.