Dagskrá, ágrip,fyrirlestrar
og veggspjöld

Program in English, abstracts, lectures and posters

 

 

Sjór og sjávarlífverur - 2009

Hafrannsóknastofnunin hélt opna ráðstefnu um rannsóknir á sjó og sjávarlífverum við Ísland dagana 20. og 21. febrúar í bíósal á Icelandair Hótel LOFTLEIÐUM

Ráðstefnan fjallaði um jarðfræði sjávarbotns, eðlis- og efnafræði sjávar og líffræði sjávarlífvera við Ísland. Var öllum þeim sem stunda rannsóknir á því sviði boðið að kynna rannsóknir sínar í fyrirlestrum eða á veggspjöldum. Alls voru flutt 25 erindi og rannsóknir kynntar á yfir 30 veggspjöldum. Gestur ráðstefnunnar prófessor Stephen J. Hawkins flutti inngangserindi um mikilvægi vöktunar og langra tímaraða til að greina orsakir breytinga í ástandi sjávar og lífríkisins í hafinu.
Mikil breidd var í þeim rannsóknunum sem kynntar voru á ráðstefnunni og spönnuðu allt frá rannsóknum á jarðfræði sjávarbotnsins til gervitunglavöktunar á ferðum hvala. Yfir 100 manns sóttu ráðstefnuna hvorn daginn. Fyrirlestrar sem fluttir voru á ráðstefnunni og veggspjöld sem þar voru sýnd hafa nú verið sett hér inn á vefsvæði hennar, undir „dagskrá“ til skoðunar fyrir þá sem áhuga hafa. Dagskrá og ágrip kynninganna var einnig birt í 143. hefti Hafrannsókna sem Hafrannsóknastofnunin gefur út.
Í undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna sátu Karl Gunnarsson, Ólafur S. Ástþórsson, Jón Sólmundsson, frá Hafrannsóknastofnuninni, Erla Björk Örnólfsdóttir, frá Vör Sjávarrannsóknarsetri við Breiðafjörð og Jörundur Svavarsson líffræðiskor Háskóla Íslands.

The Ocean and Marine Organisms a symposium

The Marine Research Institute hosted a open symposium on the oceans and marine organisms in Icelandic waters 20 and 21 February 2009 at the Amphitheatre, Loftleiðir Hotel in Reykjavík.

The symposium was intended to shed light on the current knowledge on the geology of the seabed, physical and chemical oceanography and biology of marine organisms in Icelandic waters. Potential participants were invited to send a proposal for an oral presentation or a poster. More than 60 titles for presentations and posters were received, covering a wide spectrum of oceanography and marine biology. Stephen J. Hawkins was invited to present a keynote lecture on “understanding climate driven changes in marine biodiversity and ecosystems: the value of long-term studies”.
Abstracts and lectures or posters are linked to the titles and can be found under Program here to the left on this webpage. The program for the symposium and abstracts were also printed in Hafrannsóknir “Marine Research in Iceland” issue no. 143, published by MRI.
Organising committee: Karl Gunnarsson, Ólafur S. Ástþórsson and Jón Sólmundsson (Marine Research Institute), Erla Björk Örnólfsdóttir (Vör, Marine Research Center) and Jörundur Svavarsson (Institute of Biology, University of Iceland).

 

Plakat hafráðstefnu