SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
Nýtt
Fréttasafn
Um hrefnu
Saga hrefnuveiða
Algengar spurningar og svör
 

 

Algengar spurningar og svör

Eru rannsóknaveiðar dulbúnar atvinnuveiðar?

Nei, við framkvæmd hefnuveiða Hafrannsóknastofnunarinnar er tryggt að allur hugsanlegur ágóði af sölu afurða renni til rannsóknanna. Þar að auki er ljóst að heildarkostnaður hrefnurannsóknanna er mun meiri en nokkur von er að fáist fyrir sölu afurðanna og eini raunverulegi hagnaður verkefnisins því sú aukna þekking á líffræði hrefnu sem þær munu veita.

Samkvæmt 8. grein stofnsáttmála Alþjóðahvalveiðiráðsins er hverri aðildarþjóð frjálst að veiða hvali til rannsókna. Viðkomandi ríki er skilt að tilkynna slík áform til ráðsins og upplýsa það um framgang rannsóknanna. Samkvæmt sáttmálanum skal ríki sem hyggst nýta rétt sinn til veiða á hvölum til rannókna sjá til þess að afli verði nýttur eins og unnt er.

Við framkvæmd hrefnurannsókna Hafrannsóknastofnunarinnar 2003 gerði stofnunin verktakasamning við félag hrefnuveiðimanna um framkvæmd veiða. Fyrir leigu á bátum, öllum útbúnaði til veiðanna og launakostnað var greitt með afurðum veiðanna. Skilyrt var að allur hugsanlegur hagnaður af sölu afurðanna rynni í rannsóknasjóð í vörslu Sjávarútvegsráðuneytisins. Áður en veiðarnar hófust var gerð kostnaðaráætlun (s.s. laun, rekstur skipa o.s.frv) og í lok veiðanna var bókhald veiðimanna yfirfarið af endurskoðendum. Með þessum hætti var tryggt að allur hagnaður sem hugsanlega hlytist af veiðunum og sölu afurðanna rynni til rannsóknanna. Niðurstöður endurskoðenda sýndu að fjárhagslegur ávinningur verktakans (Félags hrefnuveiðimanna) af sölu hrefnuafurðanna að frádregnum kostnaði var enginn.

Við framkvæmd veiða 2004 verður staðið að samningi og uppgjöri útgjalda við Félag hrefnuveiðimanna með svipuðum hætti og 2003.

Til baka

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is