SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
Nýtt
Fréttasafn
Um hrefnu
Saga hrefnuveiða
Algengar spurningar og svör
 

 

Um hrefnu

Hrefnan er minnst reyðarhvalanna og nær mest tæplega 10 m lengd og 8-9 tonna þyngd. Eins og meðal annarra reyðarhvala eru kýr heldur stærri en tarfar. Hrefnan er rennileg en er þó hlutfallslega gildvaxnari en aðrar reyðartegundir. Höfuðið er fremur stutt og áberandi frammjótt en eftir því endilöngu liggur lágur hryggur eða kjölur. Við aftari enda hans eru blástursholurnar tvær. Hrefnan er tannlaus eins og aðrir skíðishvalir en niður úr efri skolti vaxa gulhvít skíðin, 250-350 hvorum megin, sem notuð eru til að sía fæðu úr sjónum. Að neðanverðu, framan til, liggur spikið í fellingum (rengi), og er fjöldi þessara spikfellinga yfirleitt á bilinu 50-70. Hornið er fremur stórt, aftursveigt og er staðsett aftan við miðju á baki. Hrefnan er svört eða dökkgrá að lit á baki, gráleit á hliðum og hvít á kvið. Oft má greina eina eða fleiri ljósgráar rendur þvert yfir bakið rétt aftan við bægslin. Áberandi hvít þverrönd á bægslum er eitt helsta einkenni hrefnunnar. Blástur hrefnunnar er ekki sýnilegur nema við sérstök skilyrði.

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is