SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓĐLEIKUR
Markmið
Rannsóknirnar
  >Heilsufar
    >>Meinafræði
    >>Sníkjudýr
    >>Mengunarefni
    >>Mengunarefni í afurðum
Framvinda
Stofnanir og samstarfsaðilar
 

 

Heilsufar

Áhrif sjúkdóma á lífslíkur geta verið mismunandi á ólíkum lífskeiðum hvalanna og einnig við mismunandi þéttleika í hvalastofnum. Ungir hvalir geta verið viðkvæmari fyrir sýkingum en þeir eldri sem hafa komist í snertingu við fleiri sjúkdómsvalda og hafa þar af leiðandi þroskaðri ónæmissvörun. Fæðuframboð og þar með næringarástand hvalanna sveiflast m.a. með þéttleika í hvalastofnum og geta haft áhrif á mótstöðu einstaklinganna við sjúkdómum.Breytingar á stofnstærð eða aldurssamsetningu í kjölfar hvalveiða þar sem sóknin beinist að ákveðnu aldursskeiði getur því valdið breytingum á náttúrulegri dánartíðni.


Lítið er vitað um heilsufar hrefnu. Engin sníkjudýr, örverur eða aðskotaefni eru þekkt sem hugsanlega geta stuðlað að minni frjósemi eða dregið úr lífslíkum. Markmið rannsóknarinnar er því í fyrstu að kanna hugsanlega sjúkdómsvalda í hrefnu hér við land með alhliða athugun á meinafræði, sníkjudýrum og mengunarefnum.

Til baka

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is