SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓĐLEIKUR
Markmið
Rannsóknirnar
  >Lífsögulegir þættir
Framvinda
Stofnanir og samstarfsaðilar
 

 

Lífsögulegir þættir

Með lífsögulegum þáttum er aðallega átt við þætti einsog vöxt, kynþroskaaldur og frjósemi. Rannóknir hafa sýnt að vöxtur hvala og meðalkynþroskaaldur getur breyst á tiltölulega skömmum tíma. Talið er að ástand dýranna skipti þar miklu máli þannig að við góð fæðuskilyrði verði einstaklingar fyrr kynþroska en þegar minna er um æti. Sveiflur í vistkerfinu s.s. stofnstærðir helstu fæðutegunda eða breytingar á fjölda hvala eða annara keppenda um fæðu, geta því orsakað breytingar á nýliðun hvala. Í rannsókninni er áætlaða að kanna vöxt og viðkomu hrefnunnar hér við land og bera saman við niðurstöður frá árinu 1977 þegar kynþroskaaldur var áætlaður 5-6 ár og hver kynþroska kýr bar einum kálfi árlega.
Mikilvægi þess að kanna aldur dýranna tengist einnig öðrum liðum verkefnisins en viðkomulíffræði því ýmis rannsóknagögn er nauðsynlegt að skoða með hliðsjón af aldri. Til að kanna vaxtaraferil hrefnunnar er nauðsynlegt að bera stærð hvalanna saman við aldur. Niðurstöður yfir ýmis heilsufarsgögn og uppsöfnun mengunarefna verður einnig að túlka með hliðsjón af aldri dýranna.

Kynþroski

  • Tarfar - Vefjagerð eistna breytist við kynþroska og enn frekar í kringum mökunartímann. Vefjasýni úr eistum eru skoðuð í smásjá til að meta kynþroska.
  • Kýr - Við egglos myndast ör í eggjastokkum, svokallað gulbú, við frjóvgun tekur örið að stækka þar til að meðgöngu lokinni. Þá rýrnar örið en hverfur aldrei alveg og kallast þá ljósbú. Gulbú í eggjastokkum gefa því upplýsingar um þungun kúnna auk þess sem þungunarsögu þeirra má lesa úr fjölda ljósbúa í stokkunum.

Aldur
Algengt er að meta aldur skíðishvala með því að telja fjölda vaxtarlaga í vaxkenndum töppum sem myndast í eyrnagöngum þeirra, svokallaðir eyrnatappar . Tappar hrefnunnar eru hins vegar oft á tíðum of mjúkir til að unnt reynist að ná þeim ósködduðum úr dýrunum. Vaxtarlög þeirra virðast einnig óskýrari en hjá stærri hvölum. Því er ráðgert að nota aðra aðferð til hliðsjónar eyrnatöppunum sem unnið hefur sér sess við aldursákvarðanir dýra sem byggir á mælingum á umbreytingum í byggingu amínósýrunnar aspartic acid (aspartic acid racemisation).

  • Eyrnatappar - Aldur metinn út frá fjölda vaxtarlaga í eyrnatöppum
  • "Aspartic acid racemisation" - Aðferðin byggir á athugunum á aspartic amínósýru. Bygging sýrunnar getur verið tvennskonar (D og L ísómerar). Við myndun próteinsins eru L-ísómerar yfirgnæfandi en með tíma ummyndast þeir í D-formið, sem safnast fyrir í próteinum vefja með hæg efnaskipti. Hraði ferlisins er háður hitastigi og því getur samband milli aldurs og hlutfallsins D og L verið mismunandi fyrir t.d. hrefnu frá mismunandi slóðum. Hraði ferilsisn er hægur og því nýtist aðferðin best fyrir dýr sem verða mjög gömul og er notast við vefi sem eru jafngamlir dýrinu. Hjá hvölum hefur reynst vel að vinna með kjarna augnlinsunnar sem myndast strax á fósturskeiði.

Til baka

 

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is