SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
Markmið
Rannsóknirnar
  >Fæðuvistfræði
  >Stofngerð
  >Lífsögulegir þættir
  >Heilsufar
Framvinda
Stofnanir og samstarfsaðilar

 

Rannsóknir

Að beiðni stjórnvalda hefur Hafrannsóknastofnunin gert áætlun um um stórátak í rannsóknum á líffræði hvalastofna, stofngerðir og tengsl þeirra við aðrar lífverur sjávar. Áætlunin var upphaflega til tveggja ára og fól m.a. í sér veiðar á 100 hrefnum, 100 langreyðum og 50 sandreyðum hvort ár. Áætlunin var rædd á ársfundi vísindanefndar IWC í maí-júní 2003 og var þeim hluta sem tók til hrefnu hrint í framkvæmd í ágúst sama ár með veiðum á 36 hrefnum í rannsóknaskyni.

Veiðarnar fara fram á leiguskipum og stýrir leiðangursstjóri frá Hafrannsóknastofnuninni framkvæmd veiða og sýnatöku samkvæmt rannsóknaáætlun. Við veiðarnar er beitt nýlegum sprengjuskutli (penthrite) sem tryggja á skjóta aflífun dýra.

Hafrannsóknastofnunin tryggir að farið sé með veidd dýr samkvæmt reglum þar um, m.a. að afurðir verði nýttar til fullnustu eins og fyrir er mælt í reglum alþjóðahvalveiðiráðsins. Allur hagnaður af sölu afurða mun renna til rannsóknastarfsins.

Að rannsóknunum vinnur fjöldi vísindamanna auk starfsmanna Hafrannsóknastofnunarinnar, verkefnisstjóri er Gísli A. Víkingsson.

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is