SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
 
Almennt
Vöxtur og viðkoma
Fæða
Útbreiðsla og stofnmörk
Stofnstærð
Ástand og veiðiþol

 

Ástand og veiðiþol

Allt frá því að reglulegar hvalatalningar hófust hér við land árið 1986 hafa alþjóðlegar vísindastofnanir fjallað um niðurstöðurnar og metið ástand hrefnustofnsins hér við land. Slík úttekt var síðast gerð á vegum vísindanefndar NAMMCO árið 2003 og byggðist á niðurstöðum talninganna 2001 ásamt eldri gögnum. Ljóst er að fyrirhugaðar hrefnuveiðar í vísindaskyni munu ekki hafa merkjanleg áhrif á stofninn.


Samkvæmt þeirri úttekt er stofnstærð hrefnu hér við land nú nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Þetta gildir hvort sem litið er á Mið-Atlantshafsstofninn í heild sinni eða eingöngu hrefnur á íslenska strandsvæðinu. Þær veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld hafa samkvæmt því haft hverfandi áhrif á stofnstærðina. Samkvæmt öllum þeim forsendum sem vísindanefndin taldi raunhæfar eru hverfandi líkur á að árlegar veiðar á 200 hrefnum næstu 20 ár muni færa stofninn niður fyrir 80% af upprunalegri stærð. Á sama hátt er ólíklegt að árlegar veiðar á 400 hrefnum færi stofninn niður fyrir 70% á sama tímabili. Einnig er ljóst að hrefnuveiðar þær sem hófust 2003 í rannsóknaskyni og nema samtals 200 dýrum á 3-4 árum, munu ekki hafa teljanleg áhrif á stofninn. Þessar niðurstöður um ástand hrefnustofnsins hér við land eru í samræmi við eldri úttektir vísindanefnda NAMMCO og IWC. Af ofangreindum úttektum er ljóst að árlegar veiðar á bilinu 200-400 hrefnur á íslenska landgrunninu samrýmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu hrefnustofnsins, enda er almennt viðurkennt meðal fræðimanna að kjörnýtingarstærð hvalastofna liggur á bilinu 60-72% af upphaflegri stærð.

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is