SAGA HREFNURANNSÓKNA
ÁTAK Í HREFNURANNSÓKNUM
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
 
Almennt
Vöxtur og viðkoma
Fæða
Útbreiðsla og stofnmörk
Stofnstærð
Ástand og veiðiþol

 

Almennt

Skipulegar rannsóknir á líffræði hrefnu hér við land á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar hófust seint á áttunda áratugnum í tengslum við hrefnuveiðar og stóðu fram til 1986 er tímabundið bann við hvalveiðum í atvinnuskyni tók gildi. Síðan hafa slíkar rannsóknir að mestu takamarkast við hrefnur sem rekið hefur á land eða drukknað í veiðarfærum.

Á árunum 1977-1980 voru gerðar fyrstu grunnrannsóknir á líffræði hrefnu hér við land sem beindust beindust einkum að aldri, vexti og viðkomu tegundarinnar. Einnig voru stundaðar rannsóknir á veiðigögnum til að varpa ljósi á ýmsa stofnþætti svo sem kynja og stærðarhlutföll eftir svæðum, afla á sóknareiningu, o.fl. Þá hafa verið stundaðar rannsóknir á stofnerfðafræði hrefnunnar með samanburði á sýnum úr veiðinni við Ísland og frá öðrum svæðum á Norður Atlantshafi.

Stórátak í hvalrannsóknum sem fram fór á tímabilinu 1986-1989 tók einungis til langreyðar og sandreyðar hvað varðar líffræðirannsóknir og eru flestir þættir í líffræði og vistfræði hrefnunnar því mun verr þekktir en framangreindra tegunda.

 

Heim
www.hafro.is
Hafrannsóknastofnunin | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | @: hafro@hafro.is