Dagskrá

Fyrirlestrar/Lectures

 

 

 

 

Föstudaginn 19. mars 2010 var haldin ráðstefna á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar um niðurstöður rannsókna á vistkerfi Íslandshafs þ.e. hafsvæðisins djúpt norður af landinu.

Í Íslandshafi eru uppeldis- og fæðustöðvar loðnunnar sem er stærsti fiskistofninn sem hefur verið nýttur hér við land á undanförnum áratugum. Loðnustofninn hefur þó verið í lægð síðustu ár sem meðal annars hefur verið rakið til breyttra umhverfisaðstæðna í Íslandshafi. Loðnan er ekki einungis mikilvæg fyrir fiskveiðar heldur nýta margir dýrastofnar á Íslandsmiðum, meðal annars fiskar, fuglar og spendýr, loðnuna sem fæðu.

Á undanförnum árum hafa verið gerðar á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar umfangsmiklar rannsóknir á loðnu og vistkerfi Íslandshafs. Farnir voru allmargir leiðangrar þar sem skoðuð var sjófræði, svifsamfélög og fæðukeðjur auk loðnu á ýmsum aldursstigum. Um þessar mundir er unnið að því að ljúka úrvinnslu viðamikilla gagna um vistfræði svæðisins og voru helstu niðurstöður rannsóknanna kynntar á ráðstefnunni.

.