Hafrannsóknastofnun
 
18. okt. 2016   www.hafogvatn.is ...
8. sept. 2016   Málstofa föstudaginn 9. september kl. 1 ...
26. ág. 2016   Kortlagning búsvæða á hafsbotni ...
5. ág. 2016   Makrílleiðangri Árna Friðrikssonar lo ...
30. jún. 2016   Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og rá ...
30. jún. 2016   Jökulbanki ber nafn með rentu ...
15. jún. 2016   Vorleiðangri lokið: Áfram svalt sunnan ...

FRÉTT
24. ág. 2012
Niðurstöður makrílleiðangurs þriggja þjóða staðfesta áframhaldandi mikla makrílgengd við Ísland

Nú í vikulokin lýkur í Bergen fundi fiskifræðinga frá Færeyjum, Íslandi og Noregi, þar sem farið var sameiginlega yfir niðurstöður leiðangurs þessara þjóða fyrr í sumar. Rannsóknirnar voru um borð í fjórum skipum frá Íslandi, Færeyjum og Noregi á tímabilinu 1. júlí til 10. ágúst 2012, en lítillega var greint frá niðurstöðum íslenska hlutans fyrr í mánuðnum á vef Hafrannsóknastofnunarinnar. Markmið leiðangursins var að kortleggja útbreiðslu og magn makríls og annarra uppsjávarfiskistofna í Norðaustur Atlantshafi meðan á ætisgöngum þeirra um norðurhöf stendur ásamt því að kanna ástand sjávar og átustofna á svæðinu. Rs Árni Friðriksson var í ár að taka þátt í þessum leiðangri í fjórða sinn og þetta árið var í fyrsta sinn sem öll skipin fjögur notuðu samskonar flotvörpu sem sérstaklega hefur verið þróuð fyrir þennan leiðangur.

öll fréttin