Hafrannsóknastofnun
 
18. okt. 2016   www.hafogvatn.is ...
8. sept. 2016   Málstofa föstudaginn 9. september kl. 1 ...
26. ág. 2016   Kortlagning búsvæða á hafsbotni ...
5. ág. 2016   Makrílleiðangri Árna Friðrikssonar lo ...
30. jún. 2016   Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og rá ...
30. jún. 2016   Jökulbanki ber nafn með rentu ...
15. jún. 2016   Vorleiðangri lokið: Áfram svalt sunnan ...

FRÉTT
8. feb. 2013
Mælingu á magni dauðrar síldar í Kolgrafafirði lokið

Eins og kunnugt er drápust um 30 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í desember 2012 og fóru sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar ítrekað til rannsókna á svæðinu í desember og janúar s.l. Þann 1. febrúar s.l. uppgötvaðist aftur mikið af nýdauðri síld í Kolgrafafirði. Hópur sérfræðinga frá Hafrannsóknastofnun fór til athugana í firðinum mánudaginn 4. febrúar þar sem markmið rannsóknanna var að kanna umhverfisaðstæður, að leggja mat á magn þeirrar síldar sem drapst og dreifingu hennar. Farið var með bátnum Bolla SH til mælinganna. Í rannsóknunum var ástand sjávarins kannað (hiti, selta, súrefni), auk þess sem botn fjarðarins var skoðaður með neðansjávarmyndavélum. Þá voru fjörur gengnar og mat lagt á magn dauðrar síldar þar. Nú er frumgreiningu þeirra gagna lokið.

öll fréttin