HafrannsóknastofnunMosadýr (Bryozoa) eru sambýlisdýr þar sem aragrúi örsmárra dýra lifa náið saman. Til eru fjölmargar tegundir mosadýra sem vaxa á botni sjávar eða utan á öðrum botnlífverum eins og tegundirnar á myndinni, sem vaxa utan á þarastilk. Dýrin nærast á svifþörungum sem þau sía úr sjónum sem berst hjá.