HafrannsóknastofnunFjörukarl (Semibalanus balanoides) er hrúðurkarl sem er algengur í fjörum í kringum allt land. Dýrið sjálft liggur á bakinu inni í kalkhúsi og snýr útlimunum upp. Fjörukarlinn veiðir á flóði og lifir aðallega á örsmáum svifdýrum sem berast með sjónum. Ummyndaða útlimina, sem saman mynda hálfgerðan háf, teygir fjörukarlinn út úr húsinu og grípur svifdýr sem rekur hjá.