HafrannsóknastofnunSæsól (Crossaster papposus) er krossfisktegund sem er algeng á malarbotni á grunnsævi. Neðan á sæsólinni er fjöldi sogfóta sem hún notar við að færa sig eftir botninum. Sogfæturna notar hún einnig til að opna skeljar sem eru aðalbráð sæsólarinnar. Hún sýgur sig fasta á skeljarnar og spennir þær í sundur þar til þær opnast. Þá hvolfir hún út úr sér maganum inn á milli skeljanna og meltir innihaldið.