HafrannsóknastofnunBertálkni (Nudibranchiata) er lindýr eins og skeljar og kuðungar. Á baki þeirra eru oft fagurlitaðir angar eða totur. Bertálknar lifa á mosadýrum og hveldýrum. Í hveldýrunum eru eiturnálasekkir sem bertálnar geta endurnýtt og komið fyrir í baktotunum, þar sem þeir verja bertálknana fyrir rándýrum sem reyna að éta þá.