HafrannsóknastofnunBrauðsvampur (Halichondria panicea) er algengasti svampurinn í fjörum hér við land en hann lifir þó einnig neðan fjörunnar allt niður á 200 m dýpi. Hann breiðir sig yfir steina og klappir neðantil í fjörunni og getur orðið meira en 50 cm í þvermál. Brauðsvampurinn er oftast gulur á litinn en stundum má þó sjá brauðsvamp sem er grænn á litinn. Græni liturinn stafar af grænþörungi sem lifir í sambýli inni í brauðsvampnum. Svampurinn lifir á smáum sviflífverum sem hann síar úr sjónum sem hann dregur í gegnum sig.