HafrannsóknastofnunSæfífillinn (Metridium senile) er algeng tegund á grunnsævi hér við land. Sæfíflar eru skyldir hveldýrum og kóröllum. Tegundin á myndinni er oftast 15 til 30 cm á hæð og vex á grjót- og klapparbotni. Ekki er sæfifillinn þó alveg límdur við botninn en getur hreyft sig hægt úr stað. Sæfífillinn lifir á svifdýrum sem hann veiðir með fæðuörmunum sem sitja efst á dýrinu. Á örmunum eru örsmáar brennifrumur og þegar bráð kemur við armana skjótast eitraðar nálar úr brennifrumum í bráðina og lama hana. Armarnir færa bráðina síðan að munnopinu.