Hafrannsóknastofnun
Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna tók til starfa á árinu 1998, en í ágúst það ár hófu fyrstu 6 nemendurnir nám hér - allir frá Afríku. Síðan þá hefur fjöldi nemenda þrefaldast og koma þeir nú víðsvegar að úr heiminum.

Í náminu er lögð áhersla á hagnýta þekkingu og reynslu, og nemendur vinna náið með íslenskum leiðbeinendum í verkefnavinnu og starfskynningum sem taka rúman helming þeirra sex mánaða sem námið varir.

Á hverju ári er boðið upp á sérnám á 3-4 brautum, en sérnámið tekur á bilinu 4-5 mánuði.

Skólinn er að mestu leyti fjármagnaður með hluta af framlagi Íslands til þróunarmála og með framlögum frá Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Að auki hafa nokkrir nemendur stundað nám með styrk frá öðrum aðilum.

Skólinn hefur sérstaka stjórn og er samstarfsverkefni fjögurra stofnana undir forystu Hafrannsóknastofnunar en forstjóri hennar er formaður stjórnar.

Forstöðumaður skólans er Tumi Tómasson

Nánar: Vefsíða Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna