Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun rekur tvö sérútbúin rannsóknaskip: Bjarna Sæmundsson RE 30 og Árna Friðriksson RE 200. Að auki á stofnunin bát sem notaður er við útibúið á Akureyri.

Leiðangrar rannsóknaskipanna beinast m.a. að hverskyns vistfræðiathugunum, stofnmælingum, kortlagningu sjávarbotns, fiskmerkingum, veiðarfærarannsóknum o.m.fl.

Alls starfa um 40 sjómenn á skipunum en einnig er aðstaða um borð á skipunum fyrir nokkurn fjölda vísinda- og aðstoðarmanna.

Skoða áætlaða rannsóknaleiðangra