Hafrannsóknastofnun
Árið 1988 var byggð 560 m2 tilraunaeldisstöð á Stað við Grindavík í nágrenni við Íslandslax og gerður samningur við fyrirtækið um afhendingu á jarðsjó.

Ráðinn var stöðvarstjóri, sérfræðingur og tveir fiskeldisfræðingar að stöðinni.

Árið 2002 var byggð 790 m2 bygging við stöðina og gerður samningur við Íslandslax hf. um afhendingu á heitu vatni.

Mesta áherslan hefur verið lögð á ýmsar eldistilraunir með lúðu (Hippoglossus hippoglossus), þorsk (Gadus morhua), sandhverfu (Scopthalmus maximus) og sæeyru (Haliotis rufescens).

Auk þess hafa farið fram í Stöðinni tilraunir með margar fleiri tegundir, svo sem steinbít, hlýra, þykkvalúru, grálúðu, ýsu, lax, ufsa, hrognkelsi, sprettfisk, hörpudisk, ígulker, leturhumar og kringlueyra (Haliotis discus hannai).

Þá hefur Hafrannsóknastofnunin tekið þátt í mörgum eldistilraunum utan við stofnunina, oft í samvinnu við einkafyrirtæki.


Heimilisfang:

Tilraunaeldisstöð
Að Stað Grindavík
240 Grindavík

Starfsfólk:

Matthías Oddgeirsson, stöðvarstjóri, s:575 2350
Agnar Steinarsson, sérfræðingur, 575 2351
Tómas Árnason, sérfræðingur, 575 2353
Kristján Sigurðsson, rannsóknamaður, 575 2352
Njáll Sigurðsson, rannsóknamaður, 575 2353