Hafrannsóknastofnun
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Chile og afhent Hafrannsóknastofnun árið 2000.

Skipið er 70 metra langt og 14 metra breitt. Vélar eru fjórar, 1000 kw hver. Meðalganghraði er um 13 sjómílur, en hámarksganghraði er um 16 sjómílur.

Skipið er sérsmíðað til hafrannsókna og er m.a. útbúið fjölgeisladýptarmæli til kortlagninar sjávarbotnsins og búnaði til samburðarrannsókna á veiðarfærum. Þá er skipið einstaklega hljóðlátt og búið fullkomnustu tækni til bergmálsmælinga sem völ er á.

Í skipinu eru íbúðir fyrir 33, þar af 18 manna áhöfn og 15 vísinda- og aðstoðarmenn.

Skipaskrárnúmer: 2350
Kallmerki: TFNA

Símanúmer: 851 2085
Immarsat - sími: 00 874 325 150 710 (austur Atlantshaf)
00 871 325 150 710 (vestur Atlantshaf)
Immarsat - skeyti: 00 871 325 150 711 (austur Atlantshaf)
00 874 325 150 711 (vestur Atlantshaf)
Senda tölvupóst