Hafrannsóknastofnun
 
9. jún. 2016   Ástand og aflahorfur ...
2. jún. 2016   Hátíð hafsins 2016 ...
1. jún. 2016   Nemaheimsókn ...
31. maí 2016   Sjaldséður fiskur ...
26. maí 2016   Leiðangri r.s. Árna Friðrikssonar í A ...
24. maí 2016   Málstofa fimmtudaginn 26. maí ...
11. maí 2016   Ársskýrsla Hafrannsóknastofnunar 2015 ...

FRÉTT
8. feb. 2013
Mælingu á magni dauðrar síldar í Kolgrafafirði lokið

Eins og kunnugt er drápust um 30 þúsund tonn af síld í Kolgrafafirði í desember 2012 og fóru sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar ítrekað til rannsókna á svæðinu í desember og janúar s.l. Þann 1. febrúar s.l. uppgötvaðist aftur mikið af nýdauðri síld í Kolgrafafirði. Hópur sérfræðinga frá Hafrannsóknastofnun fór til athugana í firðinum mánudaginn 4. febrúar þar sem markmið rannsóknanna var að kanna umhverfisaðstæður, að leggja mat á magn þeirrar síldar sem drapst og dreifingu hennar. Farið var með bátnum Bolla SH til mælinganna. Í rannsóknunum var ástand sjávarins kannað (hiti, selta, súrefni), auk þess sem botn fjarðarins var skoðaður með neðansjávarmyndavélum. Þá voru fjörur gengnar og mat lagt á magn dauðrar síldar þar. Nú er frumgreiningu þeirra gagna lokið.

öll fréttin