Forsíða

Dagskrá, ágrip
og veggspjöld


mynd

Hafsbotn og lífríki hans /
The sea bed and its ecosystem

Opin ráðstefna Hafrannsóknastofnunar
Sjávarútvegshúsinu Skúlagötu 4,
ráðstefnusal 1. hæð, 25. febrúar 2014, kl. 9 - 16.

 

 

Árleg ráðstefna Hafrannsóknastofnunar um lífríki hafsins og umhverfi þess, verður haldin 25. febrúar 2014.  Að þessu sinni verður efni ráðstefnunnar "Hafsbotn og lífríki á botninum". Fjallað verður um rannsóknir á hafsbotninum við Ísland, um lífverur botnsins og tengsl þeirra við hann og sjóinn umhverfis.

Hafsbotninn, lögun hans og gerð, hefur mikil áhrif á lífsskilyrði í sjónum. Hann hefur áhrif á samsetningu botnlífveranna og einnig á þær lífverur sem leita sér fæðu eða hrygna á botni.

Ráðstefnan verður í fyrirlestrasal stofnunarinnar, Skúlagötu 4 og er öllum opin.Í undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna eru Guðrún Helgadóttir, Karl Gunnarsson, Sigurborg Jóhannsdóttir og Sólveig R. Ólafsdóttir öll hjá Hafrannsóknastofnun.