Dagskrá, ágrip og fyrirlestrar


Schedule, abstact and lecture in English

 vinstri_text_mynd

 

 

 

Hafrannsóknastofnunin hélt opna ráðstefnu um rannsóknir á þorski á Íslandsmiðum dagana 25. og 26. janúar 2008 í bíósal á Hótel LOFTLEIÐUM.

Á ráðstefnunni var fjallað um stöðu þekkingar á líffræði og stofnvistfræði þorsks á Íslandsmiðum. Í inngangserindi fjallaði kanadíski fiskifræðingurinn Ghislain A. Chouinard um þorskstofninn við austurströnd Kanada, hrun hans og velti fyrir sér hví stofninn hefur ekki náð að rétta við aftur. Haldin voru 20 erindi um þorskinn við Ísland og einnig voru rannsóknir kynntar á 8 veggspjöldum. Erindin voru ýmist á ensku eða íslensku og voru þýdd jafnóðum yfir á hitt málið.

Í lok ráðstefnunnar dró Keith Brander frá dönsku hafrannsóknastofnuninni saman yfirlit yfir það sem fjallað var um á ráðstefnunni og ræddi hvernig það gæti nýst til að skilja þá stöðu sem þorskurinn er í og hvernig skynsamlegt væri að bregðast við í rannsóknum og ráðgjöf. Dagskrá, ágrip erinda og veggspjalda er að finna undir dagskrá hér til hliðar.

Nú hafa fyrirlestrarnir sem fluttir voru á þorskráðstefnunni verið settir inn á vefsíðuna. Hægt er að opna þá á dagsskrársíðunni.

The Marine Research Institute held a symposium on cod in Icelandic waters. The symposium was held 25 and 26 January at the amphitheatre, Lofteiðir Hotel in Reykjavik.

The symposium reflected the current state of knowledge on the biology and stock dynamics of cod in Icelandic waters. The Canadian fisheries biologist Ghislain A. Chouinard gave  a keynote lecture on the decline and lack of recovery of Atlantic cod in Canada. In four theme sessions were presented lectures and posters addressing environmental effects on recruitment, migration, behaviour and feeding, population genetics and stock separation, age, growth and maturity, and research on stock dynamics.

At the end of the symposium Keith Brander from the Danish institute of fisheries research summarised the presentations and disscussions looking at possible future routes in research and management advice. The agenda for the symposium and abstacts of the presentations can be found under Schedule here to the left.

The presentations given at the symposium are now to be found on this website. The lectures can be opened under schedule.