Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
  Arnarfjörður
  Lónsdjúp
  Víkuráll
  Reykjaneshryggur og nágrenni
  Ísafjarðardjúp
  Kötluhryggir
  Hali Dohrnbanki
  Sunnan Skerjadjúps
  Drekasvæði
  Vesturdjúp
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LOÐNA
Kortlagning hafsbotnsins
Eitt af markmiðum Hafrannsóknastofnunar er að afla þekkingar um lögun, gerð og jarðfræðilega eiginleika landgrunnsins, einkum með tilliti til fiskveiða.

Árið 2000 réðist stofnunin í viðamikið verkefni um kortlagningu hafsbotnsins í kjölfar tilkomu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar RE 200, en skipið er búið fjölgeisladýptarmæli (e. multibeam echo sounder - Simrad EM 300, 30 kHz, 2°x2°).

Með mælinum er hægt að kortleggja hafsbotninn af mun meiri nákvæmni en með hefðbundnum dýptarmæli.

Tækið hentar best á 100 - 3000 metra dýpi. Upplýsingar fást um lögun og gerð hafsbotnsins með nákvæmum dýptarlínu-, sólskugga- og þrívíddarkortum auk botngerðarkorta.

Markmið verkefnisins er að kortleggja á nákvæman hátt lögun hafsbotnsins innan íslensku efnahagslögsögunnar.

Þekkingin nýtist við rannsóknir á lífríki hafsins, eðliseiginleikum sjávar og jarðfræði hafsbotns. Kortlagning veiðislóða og viðkvæmra búsvæða (s.s. kórala) gegnir veigamiklu hlutverki.

Hafrannsóknastofnun veitir almennan aðgang að fjölgeislamæligögnum um kortlagningu hafsbotnsins á eftirtöldum svæðum:

Arnarfjörður
Drekasvæði
Hali Dohrnbanki
Ísafjarðardjúp
Kötluhryggir
Lónsdjúp
Reykjaneshryggur og nágrenni
Sunnan Skerjadjúps
Vesturdjúp
Víkuráll

Heimilt er að birta fjölgeislagögn eða -kort sem fengin eru af þessari vefsíðu enda skal uppruna þeirra getið.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þau svæði sem hafa verið kortlögð með fjölgeislamælingum á árunum 2000-2016.

Stækka kort

Hluti mæligagna frá svæði á Reykjaneshrygg er hér birtur með leyfi Starfshóps um greinargerð til landgrunnsnefndar S.Þ.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is