Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
  Upplýsingar um fiskmerki
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
STEINBÍTUR
Fiskmerkingar
Fiskmerkingar hafa verið stundaðar við Íslandsstrendur frá því snemma á tuttugustu öld. Ýmsir nytjafiskar hafa verið merktir, aðallega þorskur, ýsa, síld, skarkoli, ufsi og steinbítur, en einnig í minni mæli hrognkelsi, lúða, sandkoli, langlúra og skrápflúra.

Einnig hafa verið merktir hryggleysingjar s.s. humar, rækja og hörpudiskur. Frá því 1990 hafa verið merktir um 30.000 þorskar.

Fjöldi merktra þorska á Íslandsmiðum fyrir þann tíma er líklega um 120.000.

Fram til 1994 voru eingöngu notuð einföld, hefðbundin merki úr plastefnum eða málmi með einkennisstöfum og raðnúmeri.

Frá og með 1995 hafa fiskar einnig verið merktir með rafeindamerkjum sem gefa upplýsingar um ferðir fiska og umhverfi þeirra frá merkingu þar til þeir eru endurheimtir.

Þróun slíkra merkja hefur verið mjög ör síðustu árin. Fiskar sem merktir hafa verið með rafeindamerkjum á vegum Hafrannsóknastofnunar eru: þorskur, ufsi, skarkoli, grálúða, karfi og skötuselur.

Þau verkefni Hafrannsóknastofnunar sem tengjast fiskmerkingum beinast m.a. að rannsóknum á útbreiðslu, fari og dánartíðni.

Með notkun hefðbundinna merkja í bland við rafeindamerki er t.d. talið mögulegt að rannsaka ýmsa þætti sem tengjast veiðanleika. Einnig eru fiskmerkingar notaðar við vöktun, m.a. til að fylgjast með hópum eða stofnum fiska til lengri eða skemmri tíma.

Merkingaraðferðir

Fiskmerki endurheimt
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is