Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
  Þorskeldiskvótaverkefnið
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
GRÁLÚÐA
Eldi
Rannsóknir á eldi sjávarlífvera eru meðal lögbundinna markmiða Hafrannsóknastofnunar. Árið 1985 var ráðinn sérfræðingur í eldi sjávardýra og hóf hann þegar tilraunir með söfnun og áframeldi á smálúðu í samvinnu við Íslandslax hf. á Stað við Grindavík.

Árið 1988 var byggð 560m2 tilraunaeldisstöð í nágrenni við Íslandslax og gerður samningur við fyrirtækið um afhendingu jarðsjó.

Ráðinn var stöðvarstjóri, sérfræðingur og tveir fiskeldisfræðingar að stöðinni. Árið 2002 var reist 790m2 bygging við stöðina og gerður samningur við Íslandslax hf. um afhendingu á heitu vatni.

Mest áhersla hefur verið lögð á ýmsar eldistilraunir með lúðu, þorsk, sandhverfu og sæeyru.

Auk þess hafa farið fram í stöðinni tilraunir með margar fleiri tegundir, svo sem steinbít, hlýra, þykkvalúru, grálúðu, ýsu, lax, ufsa, hrognkelsi, sprettfisk, hörpudisk, ígulker, leturhumar og kringlueyra.

Þá hefur Hafrannsóknastofnun tekið þátt í mörgum eldisverkefnum í samvinnu við einkafyrirtæki. Má þar nefna söfnun og áframeldi á þorski og ýsu í sjókvíum, tilraunir með að fóðra villtan þorsk í Stöðvarfirði (fjarðaeldi) og leiðbeiningar varðandi ræktun á kræklingi.

Stofnunin hefur einnig stutt við nokkur sprotafyrirtæki sem stunda rannsóknir og þróun á eldi sjávardýra.

Hafrannsóknastofnun hyggst leggja aukna áherslu á þróun þorskeldis, m.a. hvað varðar seiðaframleiðslu, val á klakfiski frá mismunandi svæðum við landið og kynbætur í samvinnu við einkafyrirtæki.

Stofnað hefur verið rekstrarfélag um seiðaframleiðslu og kynbætur, ICECOD, með þátttöku eldisfyrirtækja og Hafrannsóknastofnunar. Gert er ráð fyrir að seiðaeldið fari fram í Tilraunaeldisstöðinni fyrstu árin og framleidd verði seiði sem nýta á til prófana í strandeldi og sjókvíum við íslenskar aðstæður og til kynbóta.

Þá verður haldið áfram að þróa eldi á sandhverfu með það að markmiði að koma þessari tegund út í atvinnulífið. Enn um stund lítur stofnunin á það sem hlutverk sitt að framleiða seiði fyrir atvinnulífið en um leið og einkaaðilar hafa náð tökum á seiðaframleiðslunni mun stofnunin draga saman seglin í þeim efnum og einbeita sér að ýmis konar stuðningsrannsóknum við atvinnugreinina.

Hafrannsóknastofnun lítur einnig á það sem hlutverk sitt að stunda rannsóknir á umhverfisaðstæðum á vænlegustu eldissvæðum við landið, m.a. kanna hita, seltu og sjávarstrauma, til að geta betur skilgreint kjörsvæði til eldis mismunandi sjávarlífvera. Stofnunin mun jafnframt kanna möguleika á eldi fleiri vænlegra tegunda.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is