Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LÚÐA
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Veiðarfæri, sem dregin eru eftir botni (vörpur, dragnætur, plógar), geta rótað upp botnseti og velt stórgrýti. Á svæðum þar sem veiðiálag er mikið getur setgerð og landslag botnsins breyst, og slíkar breytingar geta leitt til þess að búsvæði henti ekki lengur dýrum sem þar þrífast.

Það veiðarfæri sem hvað mest er notað hér við land er botnvarpa. Hún samanstendur af vörpu (trektlaga netpoki), hlerum og gröndurum sem tengja hlerana við vörpuna. Hlutverk hleranna er að halda vörpunni opinni í drætti.

Á vissum svæðum geta veiðarfæri skaðað margvísleg lífsform sem rísa upp af botninum, t.d. kóralla, svampa og sæfjaðrir. Kóralsvæði standa víða undir mjög fjölskrúðugu dýralífi og við Noreg er talið að karfi noti kóralsvæði sem gotstöðvar. Kórall vex mjög hægt og það tekur dýrin nokkur þúsund ár að mynda háar kóralbreiður. Þar sem slík búsvæði finnast eru veiðar venjulega skaðlegar.

Áhrif botnvörpu á lífríki botnsins hafa verið könnuð hér við land. Í þeirri rannsókn fundust lítil áhrif á lífríki botnsins. Á hinn bóginn má búast við að veiðar með botnvörpu gætu haft mjög skaðleg áhrif þar sem viðkvæma tegundir s.s. kóralla er að finna en á næstu árum verður lögð áhersla á að kanna áhrif botnvörpu á slíkum svæðum.

Hörpudiskplógur og kúfiskplógur eru dæmi um plóga sem notaðir eru við veiðar á skeljum hér við land. Á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar er nú unnið að rannsóknum þar sem reynt er að meta áhrif þessara plóga á lífríki botns.

Á Hafrannsóknastofnuninni eru til mjög ítarleg gögn um dreifingu veiðiálags við landið. Með slíkum gögnum er mögulegt að kortleggja með mikilli nákvæmni dreifingu og umfang veiða og kortleggja þannig þau svæði þar sem togveiðiálag er mest. Á næstu árum verður lögð áhersla á að kanna lífríki búsvæða sem talin eru viðkvæm fyrir veiðum sem og kortleggja dreifingu þeirra. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir stjórnun veiða, m.a. fyrir verndun búsvæða á sjávarbotni.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is