Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt
Saga
Rannsóknasvið og deildir
Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ
Útibú og eldisstöð
Sjávarútvegsbókasafn
Fyrirspurnir og ábendingar
Rannsóknaskip
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LOÐNA
Laus störf/Námsstyrkir
Hafrannsóknastofnun auglýsir lausa til umsóknar eina stöðu vélstjóra á rannsóknaskipin Bjarna Sæmundsson og Árna Friðriksson. Vélstjóri munu vinna á báðum rannsóknaskipunum eftir því sem þörf krefur. Um er að ræða stöður 1. vélstjóra og / eða undirvélstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Gild vélstjórnarréttindi, að lágmarki VS1.
• Öryggisfræðslunámskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna
• Góð tölvukunnátta og þekking á vélstjórnarkerfum
• Reynsla af vélstjórnarstörfum á fiskiskipum og/eða rannsóknaskipum
• Hæfni til góðra samskipta og samvinnu

Heimahöfn rannsóknaskipanna og starfsstöð er í Reykjavík og fer viðhaldsvinna vélstjóra fram í heimahöfn.

Leitað er eftir einstaklingi sem er vinnusamur, reglusamur og heilsuhraustur. Um framtíðarstarf er að ræða og skal starfsmaður hefja störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Umsóknarfrestur er til og með 27. september. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og nöfnum tveggja meðmælenda sendist á póstfangið hafogvatn@hafogvatn.is.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Kristín Helgadóttir sími; 575 2039.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.


Hafrannsóknastofnun
Skúlagata 4
101 Reykjavík
Sími 5752000


Hafrannsóknastofnun er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf-og fiskirannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafsins.

Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla.

Stofnunin rekur 5 útibú, tilraunaeldisstöð í eldi sjávarlífvera, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði 160 starfmenn í þjónustu sinni.

Stjórnendur Hafrannsóknastofnunar eru meðvitaðir um þá staðreynd að starfsfólkið er grunnurinn að velgengni stofnunarinnar og mikilvægt sé að byggja upp öfluga liðsheild þar sem reynsla, þekking og hæfni fara saman.

Hafir þú áhuga á að styrkja liðsheildina og starfa í lifandi og skemmtilegu umhverfi þá er þér velkomið að senda inn almenna umsókn eða sækja um laus störf.

Öllum umsóknum er svarað.
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is