Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
STEINBÍTUR
Fréttir
 
18. okt. 2016   www.hafogvatn.is ...
8. sept. 2016   Málstofa föstudaginn 9. september kl. 1 ...
26. ág. 2016   Kortlagning búsvæða á hafsbotni ...
5. ág. 2016   Makrílleiðangri Árna Friðrikssonar lo ...
30. jún. 2016   Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og rá ...
30. jún. 2016   Jökulbanki ber nafn með rentu ...
15. jún. 2016   Vorleiðangri lokið: Áfram svalt sunnan ...

FRÉTT
15. ág. 2012
Makrílgengd svipuð og undanfarin tvö ár

Þann 10. ágúst lauk 30 daga leiðangri Árna Friðrikssonar sem hafði það markmið að kanna útbreiðslu og magn makríls í íslenskri lögsögu. Þetta er þáttur í sameiginlegum rannsóknum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga á dreifingu og magni helstu uppsjávartegunda á ætissvæðum í Norðaustur-Atlantshafi og umhverfisaðstæðum þar. Í íslenskri lögsögu voru teknar 105 togstöðvar, 89 sjórannsóknastöðvar og 91 átustöð í leiðangrinum. Alls var 1174 mögum safnað úr síld, makríl og kolmunna til fæðugreiningar, þar af 609 makrílmögum. Hjörtum úr 1263 íslenskum sumargotssíldum var safnað til greiningar á sýkingu sem hrjáð hefur þennan stofn. Erfðasýni úr 400 makrílum og 200 sýni voru tekin úr makríl og íslenskri og norsk-íslenskri síld til fitusýrugreiningar.

öll fréttin

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is