Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
ÝSA
Fréttir

15. ág. 2012
Makrílgengd svipuð og undanfarin tvö ár

Þann 10. ágúst lauk 30 daga leiðangri Árna Friðrikssonar sem hafði það markmið að kanna útbreiðslu og magn makríls í íslenskri lögsögu. Þetta er þáttur í sameiginlegum rannsóknum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga á dreifingu og magni helstu uppsjávartegunda á ætissvæðum í Norðaustur-Atlantshafi og umhverfisaðstæðum þar. Í íslenskri lögsögu voru teknar 105 togstöðvar, 89 sjórannsóknastöðvar og 91 átustöð í leiðangrinum. Alls var 1174 mögum safnað úr síld, makríl og kolmunna til fæðugreiningar, þar af 609 makrílmögum. Hjörtum úr 1263 íslenskum sumargotssíldum var safnað til greiningar á sýkingu sem hrjáð hefur þennan stofn. Erfðasýni úr 400 makrílum og 200 sýni voru tekin úr makríl og íslenskri og norsk-íslenskri síld til fitusýrugreiningar.

Úrvinnsla úr gögnum leiðangursins er ekki lokið en helstu niðurstöður þessara rannsókna munu birtast í sameiginlegri skýrslu þeirra aðila sem að leiðangrinum stóðu að loknum fundi í lok ágúst.
Bráðabirgða niðurstöður íslenska hluta leiðangursins sýna að magn makríls er svipað nú og undanfarin ár en nokkur áraskipti eru á útbreiðslu eftir svæðum. Á myndinni sést útbreiðsla og þéttleiki makríls á íslenska hafsvæðinu Aðeins varð vart við makríl á fyrsta ári á 2 stöðvum djúpt úti af Suðvesturlandi en þessir fiskar voru aðeins 7-9 cm langir sem bendir til að þeir hafi komið úr klaki við Ísland.
Alls fengust 24 fisktegundir í leiðangrinum og algengastar voru, fyrir utan makríl og síld, hrognkelsi, loðna, laxsíldir, sandsíli, gulldepla, vogmær, stóra geirsíli, urrari og bretahveðnir. Einn lýsingur fékkst sem ekki hefur sést í þessum leiðöngrum fyrr.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is