Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
GULLLAX
Fréttir

30. okt. 2003
Hrefnuveiðar og hvalaskoðun

Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekkert formlegt samkomulag var gert milli Hafrannsóknastofnunarinnar og samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja um að undanskilja tiltekin svæði frá rannsóknaveiðunum sem fram fóru í ágúst og september s.l. Hins vegar lýsti Hafrannsóknastofnunin yfir vilja sínum til að forðast árekstra með því að veiðar færu ekki fram samtímis hvalaskoðun á þeim svæðum sem hvalaskoðun fer reglulega fram á. Í því skyni hafði stofnunin samstarf við þau hvalaskoðunarfyrirtæki sem höfðu áhuga á slíku samstarfi, m.a. við Reykjanes og Snæfellsnes, og var veiðum á þessum svæðum hagað í samræmi við það. Engar veiðar fóru því fram innan reglubundinnar hvalaskoðunarslóðar nema að undangengnu samráði við hvalaskoðunarfyrirtæki í reglubundnum ferðum á viðkomandi svæðum.

Hafrannsóknastofnunin hefur á undanförnum árum átt gott samstarf við mörg hvalaskoðunarfyrirtæki varðandi gagnasöfnun í hvalaskoðunarferðum, ráðgjöf um líffræði og útbreiðslu hvala við Ísland, veitt aðstoð við gerð kynningarefnis og látið í té tæki til starfseminnar. Stofnunin lýsir sig reiðubúna til áframhaldandi samstarfs við hvalaskoðunarfyrirtæki á þessum sviðum sem öðrum, enda mikilvægt að tryggja áfram viðgang þessarar blómlegu atvinnugreinar.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is