Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
SKÖTUSELUR
Fréttir

8. apr. 2015
POLSHIFT ráðstefnan verður haldin í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar 14.-15. apríl 2015


Breytingar á dreifingu uppsjávarfiskistofna, áhrif loftslagsbreytinga?

Markmið POLSHIFT ráðstefnunnar er að fá saman vísindamenn og hagsmunaaðila til að ræða um hugsanleg áhrif sem loftslagsbreytingar gætu haft á dreifingu uppsjávarfiskistofna í Norður Atlantshafi.

Alls verða flutt 26 erindi á ráðstefnunni tengd þessu efni. Erindin fjalla m.a. um breytingar á ástandi hafsins, breytingar á dreifingu og magni svifdýra og uppsjávarfisktegunda og tengsl þessara þátta. Eins eru erindi um aðgreiningar fiskistofna, fæðuvistfræði, veiðar og fleira með tilvísun í möguleg áhrif loftslagsbreytinga á fiskistofna. Dagskrá ráðstefnunnar má finna í heild hér.

Ráðstefnan sem fer fram á ensku er opin öllum meðan húsrúm leyfir en þátttakendur þurfa að skrá þátttöku við dyrnar fyrir ráðstefnuna.

Ráðstefnan er styrkt af vinnuhóp um sjávarútvegssamstarf (AG-FISH) sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Að ráðstefnunni stendur hópur sérfræðinga frá Hafrannsóknastofnun, Matís, og hafrannsóknastofnunum í Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Ráðstefnustjóri er Christophe Pampoulie (chrisp@hafro.is) sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun.


» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is