Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
SKRÁPFLÚRA
Fréttir

4. apr. 2016
Ólafur S. Ástþórsson settur forstjóri Hafrannsóknastofnunar tímabundið

Ný rannsóknastofnun, Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna, sem sameinar starfsemi núverandi Hafrannsóknastofnunar og Veiðmálastofnunar, tekur til starfa þann 1. júlí n.k. Sigurður Guðjónsson hefur verið skipaður forstjóri hinnar sameinuðu stofnunar og vinnur hann nú að því að koma henni á laggirnar. Jóhann Sigurjónsson lét af starfi sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar þann 31. mars eftir 17 ár í embætti og fer til starfa í utanríkisráðuneytinu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur nú sett Ólaf S. Ástþórsson forstjóra Hafrannsóknastofnunar tímabundið frá 1. apríl til 30. júní 2016. Ólafur hefur undanfarin 16 ár gegnt starfi vísindalegs aðstoðarforstjóra Hafrannsóknastofnunar og þar áður var hann sviðsstjóri á Sjó- og vistfræðisviði. Ólafur lauk BSc. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1975 og doktorsprófi í sjávarlíffræði frá háskólanum í Aberdeen í Skotlandi árið 1980.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is