Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
KARFI, GULLKARFI
Fréttir

2. maí 2016
Stofnmæling rækju við Snæfellsnes

Lokið er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunar á rækju við Snæfellsnes (mynd 1). Mælingin fór fram á Bjarna Sæmundssyni RE 30 á tímabilinu 18. til 22. apríl. Eitt helsta markmið leiðangursins var að meta stofnstærð rækju og kanna fiskgengd á svæðinu.

mynd með umfjöllun


Könnunin leiddi í ljós að ástand rækjustofnsins á svæðinu er ágætt og mældist stofnvísitalan yfir meðallagi (mynd 2). Stærð rækju í Breiðafirði (119 stk/kg) er svipuð og undanfarin ár en stærð rækju í Kolluál (135 stk/kg) er með betra móti miðað við síðustu ár. Lítið var af fiski á slóðinni.

mynd með umfjöllunÁ grundvelli niðurstaðna úr stofnmælingunni hefur Hafrannsóknastofnun lagt til að leyfðar verði veiðar á 820 tonnum af rækju á svæðinu við Snæfellsnes á vertíð sem hefst 1. maí og lýkur 15. mars 2017.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is