Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
HROGNKELSI
Fréttir

11. maí 2016
Ársskýrsla Hafrannsóknastofnunar 2015

Í ársskýrslu Hafrannsóknastofnunar er gerð grein fyrir rannsóknastarfsemi ársins en unnið var að meira en 120 rannsóknaverkefnum, stórum sem smáum, á árinu. Fjölbreytni verkefna er sem fyrr mikil og má nefna eftirfarandi dæmi:
Kortlagning hafbotnsins-Vöxtur kalkþörunga-Ástand sjávar á Íslandsmiðum-Stofnmæling botnfiska-Makríll í íslenskri fiskveiðilögsögu-Umhverfisvænar veiðar-Kynbætur þorsks-Hvalatalningar.

Auk rannsóknaverkefna er unnið að mörgum öðrum verkefnum svo sem kynningar á verkefnum Hafrannsóknastofnunar, skrif vísindagreina, þátttaka í ráðstefnum, þátttaka í alþjóðlegu samstarfi og kennsla í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem rekinn er af Hafrannsóknastofnun.

Rekstur ársins var innan fjárheimilda en reksturinn hefur verið erfiður síðustu árin vegna niðurskurðar á fjárveitingum og minnkun sértekna. Til að halda rekstri innan heimilda hefur úthald rannsóknaskipa verið dregið mikið saman, starfsfólki fækkað og dregið úr mörgum mikilvægum verkefnum.

Á árinu var haldið upp á 50 ára afmæli Hafrannsóknastofnunar með ráðstefnu og veisluhaldi þar sem bæði var farið yfir farinn veg en ekki síður horft fram á veginn. Í hátíðarræðu sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra kom fram að ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera átaka í kortlagningu hafbotnsins næstu árin og veita fjármagni í það sérstaklega. Á árinu 2016 verður unnið að útfærslu verkefnisins og miðað við að það fari í fulla framkvæmd á árinu 2017.

Ársskýrslu Hafrannasóknastofnunar má nálgast hér.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is