Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
KÚFSKEL
Fréttir

24. maí 2016
Málstofa fimmtudaginn 26. maí

Á málstofu Hafrannsóknastofnunarinnar þann 26. maí flytur Höskuldur Björnsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun erindi sem nefnist: Aflareglur fyrir þorsk, ýsu og loðnu í Barentshafinu. Málstofa hefst kl. 12.30 í fyrirlestrarsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4.
Verið velkomin

Ágrip
Síðastliðinn vetur var höfundur í vinnunefnd sem mat aflareglur fyrir þorsk, ýsu og loðnu í Barentshafinu. Metin voru 9 afbrigði af aflareglum fyrir þorsk og 6 fyrir ýsu. Að auki var farið yfir tillögur um að lækka varúðarmörk fyrir loðnu. Í meginatriðum var niðurstaða fundarins að vera leggja til óbreyttar aflareglur fyrir allar tegundirnar, ef eitthvað er ætti að hækka varúðarmörk fyrir loðnu og lækka veiðihlutföll hjá þorski og ýsu.
Gildandi aflaregla fyrir þorsk í Barentshafinu er frekar flókin og felur m.a í sér 10% hámarksbreytingu á afla að vissum skilyrðum uppfylltum. Aflareglan fyrir ýsu er einfaldari, aflamark er gefið miðað við tiltekna veiðidánartölu en breyting í afla má mest vera 25%.
Aflareglan fyrir loðnu er mjög svipuð þeirri sem er í gildi fyrir íslenska loðnustofninn. Hún byggir á því að framreikna stofninn frá bergmálsmælingu í september fram að hrygningu í apríl. Í framreikningum er tekið tillit til afráns þorsks og er aflamark miðað við að minna en 5% líkur séu á að hrygningarstofninn sé undir varúðarmörkum sem eru 200 þús. tonn. Aðalmunurinn á aflareglunni í Barentshafinu og við Ísland er að tími frá mælingu fram að hrygningu loðnunnar er mun lengri, þ.a afrán vegur mun meira.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is