Dagana 4 – 5. júní mun hafnarsvæðið iða af mannlífi og uppákomum. Helgina 4-5.júní er Sjómannadeginum fagnað í Reykjavík og menningu hafsins gert hátt undir höfði með fjölbreyttum hætti. Hátíðarhöld fara fram á Granda og teygja sig yfir á Ægisgarð. Tónlistaratriði, dorgveiði, listasmiðjur, sjóræningjasiglingar, bryggjusprell, furðufiskasýning og margt fleira verður í boði fyrir alla fjölskylduna.
Hafrannsóknastofnun mun eins og undanfarin ár vera með á Hátíð hafsins. Jónbjörn Pálsson verður með sína velþekktu og skemmtilegu sýningu á fiskum og furðuverkum úr hafinu á Grandagarði fyrir framan hús Sjávarklasans.
Sýningin er opin milli kl. 11 og 17 báða dagana.

öll fréttin
|