Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
GRÁLÚÐA
Fréttir

30. jún. 2016
Jökulbanki ber nafn með rentu

Fmmtán daga leiðangur rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, við kortlagningu hafsbotns með fjölgeislamælingum, stóð frá 7. – 21. júní. Markmiðið var að kanna gerð og lögun hafsbotnsins á veiðislóð á landgrunninu vestur af Jökuldjúpi og athuga meðal annars hvort slíkar upplýsingar gætu varpað ljósi á ástæður þess að mikill munur er á því hve mikill karfi fæst á einstökum ralltogstöðvum innan rannsóknasvæðisins. Fyrstu niðurstöður benda til þess að lögun og gerð botns skipti verulegu máli í þessu tilliti. Nú sem fyrr nýtast fjölgeislamælingarnar við rannsóknir stofnunarinnar á lífríki hafsins, eðliseiginleikum sjávar og jarðfræði hafsbotnsins. Nákvæm dýptar- og botnhörkukort eru til dæmis nauðsynlegur grunnur fyrir kortlagningu búsvæða.

Í heild sýna fjölgeislamælingarnar í leiðangrinum að jöklar ísaldar hafa átt stóran þátt í að móta landslagið á rannsóknasvæðinu. Rennslisför sýna legu mikilla ísstrauma út eftir Jökuldjúpi og utanverðum Kolluál og farvegi sem liggja þaðan og út fyrir landgrunnsbrún. Veiðislóðin er að mestu á hrygg eða hæð sem liggur á milli djúpanna , Jökulbankanum sjálfum. Þar er finna merki um kyrrstæðari jökla; harðari og grófari botn. Mikil umbrot áttu sér stað við lok ísaldar; risastórir ísjakar brotnuðu í sjó fram þegar jöklar hopuðu, jakarnir skröpuðu botninn og skilja víða eftir sig langa skurði.

Alls voru mældir 5.120 ferkílómetrar í leiðangrinum og tókst með honum að tengja saman þekju eldri fjölgeislamælinga Hafrannsóknastofnunar fyrir sunnan og norðan rannsóknasvæðið. Þetta er mjög góður árangur þegar haft er í huga að fjölgeislamælirinn í Árna Friðrikssyni er nú kominn á aldur miðað við uppgefna endingu slíkra tækja. Það horfir hins vegar til betri tíðar því á næsta ári verður tækjabúnaður endurnýjaður og þá fer einnig af stað átaksverkefni í kortlagningu hafsbotnsins sem var gjöf ríkisstjórnarinnar til Hafrannsóknastofnunar á 50 ára afmæli hennar á árinu 2015.

Leiðangursstjóri var Guðrún Helgadóttir og skipstjóri var Kristján Finnsson.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is