Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
GULLLAX
Fréttir

26. maí 2004
Vortalningu á hrefnu lokið

Dagana 19. til 29. apríl síðastliðinn fóru fram talningar á hvölum á íslenska landgrunninu úr flugvél.

Talningarnar voru liður í víðtæku rannsóknarverkefni um hrefnur á Íslandsmiðum sem hófst í ágúst 2003. Meginmarkmið rannsóknanna er að kanna fæðuvistfræði hrefnu á hafsvæðinu við Ísland.

Til að meta vægi hrefnunnar í vistkerfinu þurfa auk upplýsinga um fæðuþörf og tegundasamsetningu fæðunnar, að liggja fyrir upplýsingar um dreifingu og fjölda dýra á mismundnadi árstímum.

Hingað til hafa hvalatalningar aðallega farið fram um mitt sumar þegar fjöldi hrefna er í hámarki. Markmið talninganna í apríl síðastliðnum var að kanna útbreiðslu hrefnunnar að vorlagi til samanburðar við niðurstöður talninga að sumarlagi til glöggvunar á göngumynstri tegundarinnar við landið. Þó talningarnar hafi aðallega beinst að hrefnu voru upplýsingar um aðrar hvalategundir einnig skráðar.

Stefnt er að framhaldi flugtalninga á íslenska landgrunninu um mitt sumar og haust.

Framkvæmd
Við talningarnar var notuð Partenavia flugvél sem er tvíhreyfla háþekja með bóluglugga fyrir leitarmann á hvorri hlið. Flogið var eftir fyrirfram ákveðnum leitarlínum. Alls var leitað á 2155 sjómílna vegalengd en vegna veðurs var ekki unnt kanna allt svæðið.

Niðurstöður
Alls sáust 12 hrefnur í talningunum, sem er töluvert minna á hverri leitarstund eða um tíundi hluti þess sem sést hefur í sumartalningum (mynd 1)
Þessar niðurstöðurnar benda því til að hrefnur séu einungis að litlu leyti gengnar inn á íslensk hafsvæði á þessum tíma.

Háhyrningar sáust í 11 hópum (alls 49 dýr), 51 hópur höfrunga (alls 214 dýr), grindhvalir í 8 hópum (alls 113 dýr) og andanefjur í 2 hópum (alls 8 dýr) sem er sambærilegt við það sem sést í sumartalningum af þessum tegundum (mynd 2).

Í hvalatalningum sést yfirleitt lítið til langreyðar á landgrunninu þar sem hennar er helst að vænta á meira dýpi. Í talningunum nú sáust hinsvegar 14 hópar (alls 22 dýr) suðaustur af landinu (mynd 3). Einnig sáust þar tveir hópar sandreyða (alls 6 dýr) en megingöngur þeirrar tegundar á Íslandsmið eru venjulega ekki fyrr en síðsumars.

Aðeins sáust tveir hnúfubakar í talningunum. Miðað við fjölda hnúfubaka sem sést hefur í talningum að sumarlagi unanfarin ár og tíðum fregnum sjófarenda af hnúfubak við landið á öðrum árstímum hefði e.t.v. mátt vænta að sjá til fleiri dýra í nýafstöðnum talningunum. Skýringin er þó líklega sú að ekki tókst, vegna þoku, að kanna útbreiðslu hvala á því svæði sem tegundarinnar var helst að vænta, austur og norðaustur af landinu.

Á myndunum eru sýndar leitarlínur sem flogið var eftir.


Mynd 1
Hrefna, flugtalningar 21-29. apríl 2004, hringur: eitt dýr


Mynd 2
Hrefna, flugtalningar sumarið 2001


Mynd 3
Flugtalningar 21-29. apríl 2004
Langreyður, litlir hringir : eitt dýr; stórir hringir : 2-3 dýr
Sandreyður, kassar : eitt dýr
Hnúfubakur, þríhyrningar : eitt dýr


Mynd 4
Flugtalningar 21-29. apríl 2004
Höfrungar, litlir hringir : 1-10 dýr; stórir hringir : 11-16 dýr


Mynd 5
Flugtalningar 21-29. apríl 2004
Háhyrningur, litlir hringir : 1-4 dýr; stórir hringir 5-18 dýr
Grindhvalur, litlir kassar : 1-5 dýr; stórir kassar : 6-23 dýr

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is