Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LÚÐA
Fréttir

16. sept. 2004
Sendingar berast frá fyrstu hrefnunni

Nú standa yfir á Hafrannsóknastofnuninni tilraunir með notkun gervitunglasenda til að fylgjast með ferðum hrefna við landið. Verkefnið er hluti mikils átaks í hrefnurannsóknum sem hófst sumarið 2003 og er þessi hluti verkefnisins unninn í samstarfi við vísindamenn frá grænlensku náttúrufræðistofnuninni.

Sendingar hafa nú borist frá fyrstu hrefnunni sem hlotið hefur nafnið Ingibjörg Helga. Hrefnan var merkt í sunnanverðum Faxaflóa 14. september s.l. og hefur haldið sig á svipuðum slóðum síðan.

Meðfylgjandi kort sýnir merkingarstað dýrsins og ferðir þess fyrsta sólarhringinn, en sendirinn er virkur annan hvern dag. Hrefnan er sem kunnugt er fardýr, en vetrarstöðvar hennar eru alls óþekktar.
Á næstu dögum verða fleiri hrefnur merktar með sama hætti og er þess vænst að tilraunin gefi vísbendingar um hvenær og hvert hrefnurnar fara er þær yfirgefa Íslandsmið í haust.

Skoða kort

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is