Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
LÚÐA
Fréttir

13. jún. 2007
Botnþörungar við Austurland

Þann 30. maí var farið af stað í þriggja vikna leiðangur um Austurland á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar til að rannsaka botnþörunga. Tilgangur rannsóknanna er að skrá þær tegundir sem vaxa við landið og kanna útbreiðslu þeirra. Rannsóknin er unnin í samvinnu við vísindamenn frá Náttúrugripasafninu í Lundúnum og Grasafræðisafninu í Kaupmannahöfn og er liður í heildarrannsóknum á botnþörungum í Norður-Atlandshafi.

Áður hefur rannsóknarhópurinn unnið saman á Hjaltlandseyjum, í Færeyjum og Vestur-Noregi. Leiðangurinn í sumar er fjórði og síðasti áfangi rannsóknanna hér við land sem ná nú allt í kringum land.

Á undanförnum árum hefur útbreiðsla allmargra sjávarlífvera í Norður-Atlantshafi breyst mikið. Það hefur verið rakið til aukins flutnings tegunda milli hafsvæða af manna völdum og einnig til hlýnunar sjávar. Liður í rannsókninni er að greina þessar breytingar og meta líffræðilegan fjölbreytileika sjávarlífvera við breytilegar aðstæður í kringum landið.


Safnað verður þörungum í fjörum og neðansjávar allt niður á 30 m dýpi. Á rannsóknastofu verða þörungarnir greindir og sýni tekin til ræktunar og erfðafræðirannsókna. Eintök verða varðveitt af öllum tegundum og allar upplýsingar um þá skráðar í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunarinnar. Safn eintaka verður varðveitt til frambúðar á Náttúrufræðistofnun Íslands, í Grasafræðisafninu í Kaupmannahöfn og á Breska Náttúrugripasafninu í Lundúnum. Vefsíða um niðurstöður rannsóknanna verður opnuð á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar að rannsókn lokinni.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is