Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
KARFI, GULLKARFI
Fréttir

15. okt. 2004
Hrefna merkt í Faxaflóa farin suður í höf

Ein þeirra hrefna sem merkt var með gervihnattamerki í Faxaflóa í haust hefur nú yfirgefið Íslandsmið og haldið suður í höf, yfir þúsund sjómílna leið. Hrefnan, sem nefnd var Ingibjörg Helga, var merkt þann 14. september og hefur síðan þá einkum haldið sig nálægt merkingarstaðnum. Þann 22. september synti hrefnan hratt vestur að landgrunnsbrún þar sem hún hélt sig í nokkra daga. Þaðan hélt hún mjög ákveðið til suðurs meðfram Reykjaneshrygg. Síðast heyrðist í hrefnunni þann 8. október og var hún þá stödd á 50°N og 34°V, um 360 sjómílur austnorðaustan við Flæmska Hattinn. Þetta er í annað sinn sem haustfar hrefnu eru kortlagt, en vetrarstöðvar tegundarinnar eru óþekktar. Hrefna sem merkt var með gervihnattasendi í Skjálfandaflóa árið 2002 tók svipaða stefnu.

Í haust hafa staðið yfir á Hafrannsóknastofnuninni tilraunir með notkun gervitunglasenda til að fylgjast með ferðum hrefna við landið. Verkefnið er hluti mikils átaks í hrefnurannsóknum sem hófst sumarið 2003 og er þessi hluti verkefnisins unninn í samstarfi við vísindamenn frá grænlensku náttúrufræðistofnuninni.

Hrefna er fardýr, og heldur til á íslensku hafsvæði við fæðunám frá vori fram á haust, þótt einhverjir einstaklingar hafi sést hér flesta mánuði ársins. Nánast ekkert er vitað um ferðir tegundarinnar utan fæðuslóðar á sumrin og eru vetrarstöðvar tegundarinnar í Norður Atlantshafi alls óþekktar.

Meginmarkmið þessara rannsókna er að varpa ljósi á far tegundarinnar við Ísland og meta viðverutíma hennar á íslensku hafsvæði. Notast var við rafeindamerki sem skotið var úr loftbyssu í bak hrefnanna, en merkin eru forrituð til að senda gögn annan hvern dag. Merkin eru þróuð af dönskum vísindamönnum og var þetta verkefnið því einnig liður í tækniþróunarferli.

Á tímabilinu 27. ágúst til 23. september voru sett merki á 7 hrefnur í Faxaflóa og hafa fengist nothæfar sendingar frá þrem þeirra. Merki frá tveimur dýranna hafa einskorðast við nágrenni merkingarstaðarin, en tekist hefur að fylgjast með ferðum einnar hrefnu langt suður í höf.
Hrefnan var merkt 14. september og hélt sig nálægt merkingarstað, í sunnanverðum Faxaflóa fyrstu vikuna. 22. september synti hrefnan hratt vestur að landgrunnsbrún þar sem hún hélt sig í 3-4 daga. Þaðan hélt hrefnan mjög ákveðið til suðurs meðfram Reykjaneshrygg. Síðast heyrðist í hrefnunni þann 8. október og var hún þá stödd á 50°N og 34°V, um 360 sm austnorðaustan við Flæmska Hattinn. Meðalhraði hrefnunnar á suðurleiðinni var allt að 10 km/klst, en hún hafði hægt nokkuð á sér síðustu tvo dagana.

Yfirlitskort | 14.9.-18.9. | 20.9-26.9. | 28.9.-8.10.

Ekki er útilokað að fleiri sendingar berist frá hrefnunum, en rannsóknir þessar hafa nú þegar skilað mikilsverðum nýjum upplýsingum um hegðun hrefnu á fartíma. Stefnt er að því að halda áfram þessum rannsóknum á næsta ári.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is