Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
GRÁLÚÐA
Fréttir

10. nóv. 2004
Vor- og hausttalningar á hvölum

Flugtalningar á hvölum fóru fram á tímabilinu 21. júní til 2. júlí og 14. til 23. sept. Talningarnar eru liður í víðtæku rannsóknarverkefni um hrefnur á Íslandsmiðum sem hófst í ágúst 2003.

Meginmarkmið rannsóknanna er að kanna fæðuvistfræði hrefnu á hafsvæðinu við Ísland. Talningarnar miða einkum af því að kanna útbreiðslu hrefnu á landgrunninu eftir árstímum en einnig var talið í apríl á þessu ári og í september 2003.

Framkvæmd
Við talningarnar er notuð Partenavia flugvél sem er tvíhreyfla háþekja með bóluglugga fyrir leitarmann á hvorri hlið. Flogið er eftir fyrirfram ákveðnum leitarlínum. Leiðangursmenn voru, auk sérfræðinga Hafrannsóknastofnunarinnar, Njáll Sigurðsson og Guðmundur Þórðarson sem var leiðangursstjóri. Flugmaður var Úlfar Henningsson.

Árangur
Í sumartalningunum var þéttleiki hvala mjög álíka og verið hefur í fyrri talningum - sjá nánar: Trends in the distribution and abundance of cetaceans in Icelandic coastal waters from aerial surveys, 1986-2001.

Hrefnur sáust í 180 skipti - 183 dýr. Höfrungar 148 sinnum - 690 dýr. Hnísur 5 sinnum - 12 dýr. Hnúfubakar 78 sinnum - 108 dýr. Háhyrningar 12 dýr í hóp. Grindhvalir tvisvar - 154 dýr. Tveir búrhvalir og langreyðar tvisvar - 2 dýr.

Veður hamlaði hausttalningunum og náðist þá ekki að fljúga yfir ytri talningasvæðin, enda sáust þá engir stórhvalir. Talið var í Faxaflóa, undan SA-landi og svæðið frá norðanverðum Vestfjörðum austur að Grímsey. Hrefnur sáust í 33 skipti, alls 37 dýr. Höfrungar sáust í 23 skipti um 230 einstaklingar, en hnísur sáust 10 sinnum alls 70 dýr. Andarnefjur sáust við landgrunnskantinn suðaustur af landinu, voru þar fjögur dýr saman í hóp. Háhyrningar sáust í Faxaflóa, 5 suður af Snæfellsjökli og 2 við Akranes.
Skoða kort

Niðurstöður
Samanburður vor- og hausttalninga við sumartalningar sýnir að seinnipart apríl var hrefnan lítið komin á strandsvæðin við Ísland, 7% miðað við hásumar, en í september var þéttleikinn enn um 36%. Höfrungar voru um 40% af hásumarþéttleika bæði vor og haust.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is