Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
HÖRPUDISKUR
Fréttir

11. maí 2009
Þættir úr vistfræði sjávar 2008

Á Hafrannsóknastofnuninni er unnið að margvíslegum rannsóknum á vistfræði sjávar og beinast þær m.a. að því að fylgjast með langtímabreytingum á ástandi sjávar og lífríki í yfirborðslögum.
Rannsóknir þessar hafa jafnan verið notaðar við umfjöllun um líklega þróun nytjastofna og eru því einn af þeim þáttum er mynda forsendur ráðgjafar stofnunarinnar um verndun og nýtingu fiskistofnanna. Allt frá árinu 1994 hefur verið gefin út ítarleg skýrsla um ástand sjávar og umhverfisþætti.

Nýútkomin skýrsla fjallar um árið 2008, en einnig eru niðurstöðurnar settar í samhengi langtímaþróunar. Á tímum breytinga á hitaskilyrðum og sjógerð við strendur Íslands eru langtímarannsóknir af þessu tagi afar mikilvægar. Í ljósi þeirra athugana sem nú liggja fyrir um ástand sjávar 2008, má ráða að enn ríki ástand hlýskeiðs á Íslandsmiðum og hefur lífríkið greinilega lagað sig að því. Í skýrslunni eru einnig greinar sem birtar eru undir nafni höfunda. Þær fjalla um ýmsar rannsóknir á vistkerfi sjávar sem unnar eru á Hafrannsóknastofnuninni.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is