Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt
Saga
Rannsóknasvið og deildir
Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ
Útibú og eldisstöð
Sjávarútvegsbókasafn
Fyrirspurnir og ábendingar
Rannsóknaskip
HELSTU NYTJASTOFNAR:
HROGNKELSI
Fréttir

5. jún. 2004
Fyrsta hrefnan veidd samkvæmt áætlun um hrefnurannsóknir

Í gær veiddist fyrsta hrefnan samkvæmt rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir árið 2004. Hrefnan veiddist í utanverðum Faxaflóa um borð í Nirði KÓ, einum af þremur hrefnuveiðibátum sem Hafrannsóknastofnunin hefur nú til umráða vegna rannsóknanna.

Alls verða veidd 25 dýr í rannsóknaskyni í sumar og verður veiðunum dreift í samræmi við upphaflega rannsóknaáætlun. Meginmarkmið rannsóknanna er að afla grunnupplýsinga um fæðuvistfræði hrefnunnar á landgrunni Íslands. Þó mikilvægi hrefnu í vistkerfi hafsins við Ísland sé ljóst, hefur skortur á nákvæmum fæðuupplýsingum torveldað áætlanir um afrán hennar á öðrum nytjastofnum. Auk fæðurannsóknanna eru gerðar fjölþættar aðrar rannsóknir á hverri veiddri hrefnu.

Ásamt Hafrannsóknastofnuninni koma vísindamenn frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum, Landspítala Háskólasjúkrahúsi o.fl. aðilum að rannsóknunum. Þá verða samkvæmt áætluninni einng gerðar margþættar rannsóknir óháðar veiðum, svo sem talningar á mismunandi tímum árs.

Athygli er vakin á nýjum upplýsingavef Hafrannsóknastofnunarinnar vegna hrefnurannsóknanna, www.hafro.is/hrefna, en þar munu upplýsingar um gang rannsóknanna og niðurstöður birtast auk ítarlegra upplýsinga um sögu hrefnurannsókna og veiða, eðli og stöðu yfirstandandi verkefnis.

Frekari upplýsingar um gang rannsóknanna er einnig unnt að fá hjá Sunnu Viðarsdóttur á skrifstofu Hafrannsóknastofnunarinnar, s. 5520240.

» til baka

» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is