Hafrannsóknastofnun

   
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Fréttir
Svæðalokanir
Útgáfa
Sjávardýraorðabók
Ítarefni
Fjaran og hafið
Krækjur
Staða landana
Málstofa
Ársskýrslur
Ráðstefnur
Sjávarföll
Um skráningu meðafla
HELSTU NYTJASTOFNAR:
BLÁLANGA
Um skráningu meðafla
Meðafli sjófugla og sjávarspendýra í fiskveiðum

Ýmsar tegundir sjófugla og sjávarspendýra, t.d. lundi og hnísa hafa löngum slæðst í veiðarfæri sjómanna hér við land, einkum í net. Þessi meðafli hefur ekki verið talinn skipta sköpum fyrir afkomu viðkomandi stofna, enda um stóra og lítt nýtta stofna að ræða í flestum tilvikum.

Á síðustu árum hefur orðið nokkur viðhorfsbreyting í þessum efnum. Kallað hefur verið eftir upplýsingum um meðafla, í því skyni að meta raunverulegt umfang hans og líkleg áhrif á umrædda stofna. Undanfarin 10 ár hafa skipstjórnarmenn skráð meðafla af þessu tagi, samhliða upplýsingum um fiskafla í afladagbækur, sem skipstjórnarmönnum er skylt að halda og skila til Fiskistofu. Þessi gögn hafa skilað talsverðum upplýsingum um meðafla við netaveiðar og gefa grófa mynd af umfangi hans. Brýnt er þó að bæta skráningu þar sem ætla má að brögð séu að því að ekki sé allur meðafli skráður.

Að undanförnu hafa opinberir aðilar (atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Hafrannsóknastofnun og Fiskistofa), í samvinnu við Landsamband smábátaeigenda unnið að því að bæta skráningu meðafla. Í þessu skyni hafa verið gerðar breytingar á eyðublöðum afladagbóka til að gera skráningu einfaldari (sjá meðfylgjandi eyðublað). Markmið þessa er að afla meiri og áreiðanlegri gagna um meðafla og treysta þannig mat á umfangi hans.

Þess er vænst að skipstjórnarmenn og sjómenn almennt leggist á árarnar með þessum aðilum í því skyni að gera skráningu og mat á meðafla hér við land sem áreiðanlegast á komandi árum, og bæta þannig umgengni um auðlindir Íslandsmiða.

Leiðbeiningar á eyðublaði

Á eyðublaði eru þrír dálkar formerktir með “fjöldi”. Í þessa dálka skal skrá nafn og fjölda dýra hverrar tegundar sjávarspendýra og sjófugla sem veiðast í línu-, neta- og handfæraveiðum í hverjum róðri (degi). Ef fleiri en þrjár tegundir veiðast í tilteknum róðri má nýta aðra dálka (líka þá sem formerktir eru með “kg”) eftir því sem þörf krefur, t.d. með því að skrá tegundaheiti og fjölda dýra í einn og sama reitinn sem gildir þá aðeins fyrir þann reit (sjá sýnishorn).
» prenta

 

Leit
Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is