Hafrannsóknastofnun

  
STOFNUNIN
RANNSÓKNIR
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
RÁÐGJÖF
Almennt um rannsóknir
Nytjastofnar
Kortlagning hafsbotnsins
Sjórannsóknir
Fæðuhættir og fjölstofnatengsl
Fiskmerkingar
Eldi
Hvalir
Áhrif veiðarfæra á hafsbotn
Vöktun eiturþörunga
Dýrasvif
Firðir og grunnsævi
HELSTU NYTJASTOFNAR:
KÚFSKEL
Almennt um rannsóknir
Við Hafrannsóknastofnun eru stundaðar rannsóknir á þremur sviðum:

Nytjastofnasviði, Sjó- og vistfræðisviði og Veiðiráðgjafarsviði. Rannsóknirnar felast í gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og skoðun niðurstaðna í ljósi þeirrar þekkingar sem liggur fyrir.

Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar eru afar fjölbreyttar og miða að því að uppfylla þau 10 markmið sem henni eru sett með lögum:

 • að afla alhliða þekkingar um hafið og lífríki þess, einkum til að meta hvernig hagkvæmt og skynsamlegt sé að nýta auðlindir þess,

 • að afla þekkingar um eðlis- og efnafræðilega eiginleika sjávar umhverfis Ísland, einkum með tilliti til áhrifa á lífríkið,

 • að afla þekkingar um lögun, gerð og jarðfræðilega eiginleika landgrunnsins, einkum með tilliti til fiskveiða,

 • að rannsaka lífsskilyrði og lifnaðarhætti sjávargróðurs, dýrasvifs og botndýra, einkum vistfræðileg tengsl hinna ýmsu samfélaga og samhengi þeirra við nytjastofna,

 • að treysta undirstöður vísindalegrar ráðgjafar um nýtingu hefðbundinna nytjastofna er stefni að hámarksafrakstri Íslandsmiða,

 • að gera tilraunir með og þróa veiðarfæri og veiðibúnað í þeim tilgangi að bæta hagkvæmni sóknar og koma í veg fyrir skaðleg áhrif veiða á lífríki sjávar,

 • að stunda rannsóknir á eldi sjávarlífvera,

 • að stunda rannsóknir sem miða að aukinni fjölbreytni í öflun sjávarfangs,

 • að veita stjórnvöldum, sjávarútvegi og öðrum aðilum ráðgjöf og þjónustu varðandi nýtingu á auðlindum Íslandsmiða,

 • að koma á framfæri upplýsingum til stjórnvalda, hagsmunaaðila í sjávarútvegi og almennings um niðurstöður rannsóknastarfseminnar.

 • » prenta

   

  Leit
  Hafrannsóknastofnun | Skúlagötu 4, 121 Rvík | s: 575 2000 | fax: 575 2001 | hafro@hafro.is